Axel Tuanzebe er kominn til Stoke City á láni frá Manchester United út þessa leiktíð.
Hinn 25 ára gamli Tuanzebe fékk tækifæri með aðalliði United ungur að árum en hefur ekki tekist að fylgja því eftir.
Samningur hans á Old Trafford rennur út eftir þetta tímabil.
Ljóst er að Tuanzebe á ekki framtíðina fyrir sér hjá rauðu djöflunum.
Stoke situr í átjánda sæti ensku B-deildarinnar.
Official. Axel Tuanzebe has completed a loan move to Stoke City until the end of the season, Manchester United have signed the documents in time. 🔴🤝🏻 #MUFC pic.twitter.com/4tvMcYhduh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2023