Brasilíumaðurinn Joao Gomes er genginn í raðir Wolves frá Flamengo.
Kappinn gerir langtímasamning við enska félagið, gildir hann til 2028 með möguleika á árs framlengingu til viðbótar.
Gomes er 21 árs gamall miðjumaður sem þykir mikið efni.
Wolves greiðir Flamengo um 16 milljónir punda fyrir þjónustu Gomes.
Worth the wait? 😍 pic.twitter.com/zWpBpMlkAb
— Wolves (@Wolves) January 30, 2023