Áskrift að Símanum Sport mun hækka um 1.600 krónur um næstu mánaðarmót.
Morgunblaðið skýrir frá þessu.
Sem stendur er áskriftin í 4900 krónum en hækkar hún í 6500 krónur um mánaðarmót. Hækkunin nemur því 33 prósentum.
„Kostnaður vegna samninga við Premier League hefur hækkað, veiking krónunnar hefur mjög neikvæð áhrif og annar kostnaður t.d. aðföng, laun, útsendingarkostnaður o.fl. hefur hækkað,“ segir Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans.