Stórstjarnan Kim Kardashian virðist vera búin að finna sér lið í Evrópuboltanum miðað við glænýja mynd.
Kardashian er ein stærsta stjarna heims en hún gerði garðinn frægan í heimildarþáttum um fjölskylduna, Kardashians.
Í vikunni var Kardashian mynduð í treyju Roma á Ítalíu en um er að ræða klæðnað alveg frá árinu 1997.
Það var Roma sem vakti athygli á þessu á Twitter en Kardashian tekur sig ansi vel út í treyjunni.
Myndina má sjá hér fyrir neðan.
😎 Mamma mia, Kim! 💛❤️#ASRoma pic.twitter.com/Fb2jh3PfGA
— AS Roma (@OfficialASRoma) January 28, 2023