Fyrrum knattspyrnumaðurinn Peter Crouch tók þátt í raunveruleikaþætti á dögunum og fór á kostum.
Í einum liðnum var hinn 41 árs gamli Crouch uppi í rúmi í herbergi nokkru. Með honum var eiginkona hans, Abbey Clancy.
Þáttastjórnandi sagðist ætla að slökkva ljósin og þegar hann kveikti aftur átti fyrrum framherjinn að benda á hvað væri breytt í herberginu frá því að slökkt var.
Crouch benti á hitt og þetta sem var breytt í herberginu en var hins vegar lengi að átta sig á því að eiginkonu hans hafði verið skipt út fyrir sjónvarpskonuna Holly Willoughby.
Viðbrögð Crouch voru stórkostleg, líkt og sjá má hér neðar.
Crouch lék fyrir félög á borð við Liverpool, Tottenham, Stoke og Portsmouth á ferlinum. Alls skoraði hann 106 mörk í efstu deild. Þá skoraði Crouch 22 mörk í 42 A-landsleikjum fyrir Englands hönd.
Hér að neðan má sjá brotið úr þættinum sem um ræðir.
Trust me when I say Peter Crouch’s reaction is worth the wait 😂
Catch up on the full episode on iPlayer! #MichaelMcIntyre #BigShow #iPlayer pic.twitter.com/BYJkWq2YtI— Michael McIntyre (@McInTweet) January 22, 2023