Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta leik fyrir Al-Nassr á dögunum.
Al-Nassr vann þá 1-0 sigur á Al-Ettifaq. Eina mark leiksins skoraði Anderson Talisca á 31. mínútu.
Ronaldo yfirgaf United fyrir áramót í kjölfar þess að hafa farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan. Hann gekk svo til liðs við Al-Nassr í Sádi-Arabíu skömmu síðar.
Al-Nassr er á toppi sádi-arabísku deildarinnar með eins stigs forystu.
Al-Nassr hefur birt myndband frá fyrsta leikdegi Ronaldo. Þar má meðal annars sjá hann peppa liðsfélaga sína fyrir leik og segja þeim að berjast fyrir þremur stigum.
Margir eru á sama máli um að þarna hafi Portúgalinn sýnt hversu mikill leiðtogi hann er í raun og veru.
🎬 | كواليس مبـاراة #النصر_الاتفاق 🤩
انتصــارٌ هـام 💛
مدرجات مكتملة 🔥
الظهور الأول لـ الدون رونالدو 🐐 pic.twitter.com/1w237M4CQA— نادي النصر السعودي (@AlNassrFC) January 24, 2023