Undarlegt atvik kom upp í leik Athletic Bilbao og Real Madrid í La Liga á dögunum.
Liðin mættust á sunnudagskvöld og höfðu gestirnir í Real Madrid betur. Mörk frá Karim Benzema og Toni Kroos tryggðu 0-2 sigur.
Stuðningsmaður bað Carlo Ancelotti um tyggjó á meðan leik stóð og varð Ítalinn við bón hans. Vakti þetta mikla lukku.
Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Barcelona.
Atvikið sem um ræðir má sjá hér að neðan.
Carlo Ancelotti really gave him some gum 😂🍬
(via babaychou/TikTok) pic.twitter.com/W3iurwPukP
— ESPN FC (@ESPNFC) January 23, 2023