Harry Kane er opinn fyrir því að skrifa undir nýjan samning við Tottenham, ef marka má frétt The Athletic nú í morgunsárið.
Í síðustu viku fóru háværir orðrómar á flug um að Manchester United ætlaði sér að kaupa framherjann næsta sumar.
Kane á aðeins átján mánuði eftir af samningi sínum við Tottenham og þyrfti félagið því að selja hann næsta sumar til að missa hann ekki frítt frá sér, skrifi kappinn ekki undir.
Það gæti þó vel gerst að Kane skrifi undir hjá Tottenham á ný.
Búið er að skipuleggja viðræður á milli Kane, fulltrúa hans og Tottenham eftir að janúarglugginn lokar. Gangi þær vel mun enski landsliðsmaðurinn skrifa undir nýjan samning.
Fremsta ósk Kane er að vinna titla með Tottenham, eitthvað sem hefur ekki tekist hingað til.
Hvort hann leiti annað til að gera það eða verði áfram verður að koma í ljós á næstu mánuðum.