Enn ein Hollywood stjarnan hefur nú komið sér inn í ensku úrvalsdeildina og á nú hlut í liði í efstu deild.
Stjarnan umrædda er Michael B. Jordan en hann hefur gert það gott sem leikari í þónokkurn tíma.
Jordan hefur eignast hlut í liði Bournemouth í efstu deild og hefur nú þegar sést mæta á leiki liðsins.
Jordan ku vera mikill aðdáandi knattspyrnunnar en hann á þó ekki stærstan hlut í enska félaginu.
Fleiri stjörnur hafa gert það sama og má nefna LeBron James sem á hlut í stórliði Liverpool.
Önnur stjarna sem á hlut í liði er Will Ferrell en hann er hluti af eignarhóp í LAFC í Bandaríkjunum.