Lið Chelsea á í hættu á að tapa allt að 55 milljónum punda eftir kaupin á sóknarmanninum Kai Havertz.
Havertz hefur átt bæði góða og slæma daga hjá Chelsea en stöðugleikinn hefur verið lítill og er skoðað að selja í sumar.
Chelsea borgaði 72 milljónir punda fyrir Havertz árið 2020 en sú upphæð getur hækkað í allt að 90 milljónir punda.
Havertz var á þeim tíma á mála hjá Bayer Leverkusen og var talinn einn efnilegasti leikmaður heims en hann er 23 ára gamall í dag.
Samkvæmt enskum miðlum mun Chelsea alls ekki fá eins gott verð fyrir Havertz í sumar og er verðmiðinn á milli 35 til 52 milljónir.
Chelsea er að styrkja sig verulega í janúarglugganum og er ekki víst að Havertz eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu.