Fyrrum sóknarmaðurinn Dani Guiza er óþekkanlegur í dag en hann var hluti af liði Spánverja á EM 2008 er liðið vann mótið.
Guiza er 42 ára gamall í dag en hann hefur ekki lagt skóna á hilluna og samdi í vikunni við nýtt félag.
Guiza hefur skrifað undir samning við lið CD Rota á Spáni en liðið leikur í fimmtu efstu deild.
Um er að ræða leikmann sem hefur ekki látið til sín taka síðan hann spilaði með Cadiz frá 2015 til 2017.
Eftir það samdi leikmaðurinn við Atletico Sanluqueno og skoraði 14 mörk í 107 leikjum en það er lið sem leikur í þriðju efstu deild Spánar.
Þrátt fyrir að vera á fimmtugsaldri er Guiza hvergi nærri hættur og hefur gert samnign við Rota út tímabilið.
Hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Getafe, Mallorca og Fenerbache og á að baki 21 landsleik fyrir Spán á sínum ferli.
Guiza er óþekkjanlegur á nýjustu myndum og vilja margir meina að hann sé vel yfir fimmtugt sem er þó ekki raunin.