Maður að nafni Daniel Jarvis hefur verið í umræðunni undanfarið en hann er vinsæll á YouTube sem og öðrum miðlum.
Jarvis hefur fengið jákvæð sem og neikvæða athygli en hann ákvað að grínast í beinni á BBC Sport í vikunni.
Sparkspekingar BBC ræddu þar málin yfir leik Wolves og Liverpool sem fór fram í enska bikarnum.
Í beinni útsendingu þá heyrðust kynferðisleg óhljóð í beinni, eitthvað sem Jarvis er sjálfur mjög stoltur af.
Hann ræddi við the Sun um hrekkinn og þar má augljóslega sjá að hann sér engan veginn eftir gjörningnum.
,,Fólk segir að þetta sé besti hrekkur allra tíma, hvar eru Óskarsverðlaunin mín?“ sagði Jarvis á meðal annars.
Umdeilt viðtal við manninn má heyra hér fyrir neðan.
EXCLUSIVE: „Where’s my Oscar?!“
😅 YouTube Prankster Daniel Jarvis reveals how and why he pulled off his x-rated Match of the Day prank pic.twitter.com/GEI9jxg7DY
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) January 20, 2023