Antonio Conte stjóri Tottenham er í vandræðum með liðið sitt en það lekur inn mörkum, eitthvað sem Conte kann illa við.
Conte er þekktur fyrir að spila agaðan fótbolta en árangursríkan, það hefur ekki verið hjá Tottenham undanfarið.
Tottenam hefur fengið á sig 31 mark í fyrstu tuttugu deildarleikjunum sem er með því mesta sem félagið hefur fengið á sig í deildinni á þeim tímapunkti.
Tottenham fékk fjögur mörk á sig í gær gegn Manchester City og tvö gegn Arsenal á heimavelli um síðustu helgi.
Ljóst er að Conte er í klípu með liðið sitt sem hefur undanfarnar vikur ekki spilað vel.