Það er útlit fyrir það að sóknarmaðurinn Goncalo Guedes eigi enga framtíð fyrir sér hjá Wolves.
Guedes var fenginn til Wolves í sumar og kostðai 30 milljónir punda en hann var á mála hjá Valencia.
Guedes ku vera á óskalista Barcelona en nú er talið að hann sé á leið til Portúgals og þá til Benfica.
Guedes samdi fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en eftir svekkjandi frammistöður mun Benfica taka hann á láni út tímabilið.
Wolves er búið að finna annan mann til að leysa Guedes af hólmi og er það Pablo Sarabia sem kom frá Paris Saint-Germain.