Breytingar hafa verið gerðar á skipan þjálfara yngri landsliða kvenna hjá KSÍ.
Magnús Örn Helgason hefur tekið við þjálfun U15 kvenna af Ólafi Inga Skúlasyni ásamt því að hafa umsjón með hæfileikamótun kvenna, og Margrét Magnúsdóttir hefur tekið við þjálfun U16 kvenna.
Magnús Örn mun aðstoða Margréti með U16 liðið fram yfir UEFA Development mót sem er á dagskrá í apríl. Margrét og Magnús Örn munu klára sín verkefni með U17 og U19 sem leika í milliriðlum í vor og í kjölfarið verða gerðar frekari breytingar sem verða tilkynntar síðar.