Liverpool hefur fengið góðar fréttir fyrir leik sinn gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Ljóst er að framherjinn Darwin Nunez er klár og verður til taks eftir að hafa jafnað sig af meiðslum aftan í læri.
Óvíst er hvort Nunez sé tilbúinn að byrja leikinn sem fer fram á morgun og er leikinn á Anfield.
Bæði Chelsea og Liverpool hafa verið á slæmu skriði undanfarið og er mikið undir fyrir liðin í Evrópubaráttu.
Roberto Firmino, Luis Diaz og Diogo Jota eru enn frá vegna meiðsla og er heilsa Nunez mikilvæg fyrir þá rauðklæddu í sókninni þessa stundina.