Yan Sommer er mættur til Bayern Munchen frá Borussia Mönchengladbach.
Svisslendingurinn gerir tveggja og hálfs árs samning við Bayern, sem borgar um átta milljónir evra fyrir hann.
Hann kemur inn í stöðu markvarðar fyrir Manuel Neuer, sem meiddist á skíðum og verður frá út leiktíðina.
Sommer er 34 ára gamall. Hann hefur verið á mála hjá Gladbach síðan 2014.
Þá á Sommer að baki 80 A-landsleiki fyrir Sviss.
FC Bayern have completed the signing of Yann Sommer ✍️
🔗 https://t.co/uOdikczHQd#MiaSanMia
— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) January 19, 2023