Thomas Tuchel er á blaði Tottenham sem næsti stjóri félagsins ef Antonio Conte yfirgefur félagið eftir tímabil.
Það þykir ekki ólíklegt að Conte sé á sínu síðasta tímabili með Tottenham. Hann tók við snemma á síðustu leiktíð.
Conte kom liðinu í Meistaradeild Evrópu í vor en á þessari leiktíð hefur lítið gengið upp.
Samningur Conte rennur út í sumar og eins og er þykir ólíklegt að hann framlengi.
Fichajes segir Tottenham hafa áhuga á að ráða Tuchel og að hann sé opinn fyrir endurkomu í ensku úrvalsdeildina.
Eins og flestir vira stýrði Tuchel Chelsea við góðan orðstýr en var rekinn snemma á þessari leiktíð.
Þjóðverjinn vann Meistaradeildina með félaginu vorið 2021.