Það er nóg af knattspyrnutengdu efni á OnlyFans. Þar eru stórar stjörnur sem bendla sig við hin ýmsu knattspyrnulið.
Breska götublaðið Daily Star tók saman lista yfir sex vinsælustu OnlyFans-stjörnurnar í knattspyrnuheiminum.
Kinsey Wolanski
Varð heimsfræg þegar hún hljóp inn á völlinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2019 á milli Liverpool og Tottenham. Þar var hún í sundbol þar sem hún auglýsti heimasíðu kærasta síns. Nú er hún komin með eigin OnlyFans-reikning. Þess má geta að Wolanski er mikill Íslandsvinur og hefur oft heimsótt landið.
Astrid Wett
Wett keppir í hnefaleikum og er svakalegur stuðningsmaður Chelsea. Hún er einnig dugleg á OnlyFans.
Bonnie Brown
Elskar Leicester og lýsir yfir ást sinni á félaginu og leikmönnum reglulega.
Elle Brooke
Er hnefaleikadrottning en einnig OnlyFans-stjarna og gífurlega vinsæl þar. Er oft í búningi Manchester City en hún elskar félagið.
Elsa Thora
Fulltrúi Arsenal á listanum.
Madelene Wright
Wright þarf vart að kynna. Fyrrum knattspyrnukonan sem var rekin frá Charlton fyrir röð hneyksla. Einbeitir sér nú að OnlyFans og rakar inn seðlum.