fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Sigurður ræðir meint brot sín í fyrsta sinn: Býst við dómi í næstu viku – „Gert í algjöru hugsunarleysi“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni fjallaði Heimildin um það að Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ væri með á borði sínu greinargerð frá Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ er varðar yfir 100 veðmál Sigurðar Gísla Snorrasonar á knattspyrnuleiki síðasta sumar.

Þar segir að Sigurður sem lék 21 leik með Aftureldingu í Lengjudeildinni á síðasta ári hafi veðjað í yfir 100 skipti. Kemur þetta fram í gögnum sem veðmálafyrirtækið, Pinnacle sendi á KSÍ.

Meira:
KSÍ skoðar veðmál Sigurðar sem á að hafa veðjað á eigin leiki – Erlent fyrirtæki hafði samband

Óheimilt er að leikmenn hér heima veðji á leiki í íslenska boltanum. Málið er nú á borði KSÍ sem mun taka ákvörðun með refsingu. Sigurður veðjaði í einhver skipti á leiki Aftureldingar en aldrei gegn liðinu.

„Strangt til tekið vissi ég að þetta væri ólöglegt. Ég vil samt taka það fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu liði og þetta voru aldrei háar fjárhæðir sem ég var að veðja. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að reyna að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Leikirnir sem hann veðjaði á voru að sögn oft hluti af stórum seðlum og ólíklegt að hann myndi vinna veðmálin.

„Það breytir því ekki að þetta var mjög heimskulegt af mér og gert í algjöru hugsunarleysi. Þetta kemur ekki fyrir aftur.

Ég átta mig á að þetta getur haft einhverjar afleiðingar. Ég veit ekki hverjar þær verða. Við verðum bara að bíða og sjá.“

Sigurður er ekki lengur á mála hjá Aftureldingu, en hann er hjá KFK í fjórðu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn