Memphis Depay mun ekki klára tímabilið með Barcelona en hann er á leið til Atletico Madrid.
Memphis neitaði að yfirgefa Barcelona í sumar en félagið reyndi sitt besta til að losna við hann af launaskrá.
Hollendingurinn hefur nú sætt sig við það að framtíðin liggur ekki á Nou Camp og er á leið til Madríd.
Xavi, stjóri Barcelona, er með augastað á óvæntu nafni sem mun taka við af Memphis í leikmannahópi liðsins.
Það er Goncalo Guedes, fyrrum leikmaður Valencia, sem hefur alls ekki staðist væntingar hjá Wolves á Englandi.
Guedes gæti verið að leitast eftir því að komast aftur til Spánar en um væri að ræða lánssamning út tímabilið.
Guedes hefur spilað 13 leiki fyrir Wolves í ensku úrvalsdeildinni en aðeins tekið beinan þátt í tveimur mörkum.