David Moyes verður rekinn úr starfi hjá West Ham ef liðið tapar gegn Everton um helgina. Þessu heldur Telegraph fram.
Það sem gerir málið mjög áhuvert er er að Telegraph segir frá því að Moyes gæti þá tekið við Everton.
Frank Lampard stjóri Everton er í heitu sæti og gæti misst starfið innan tíðar.
West Ham er í fallsæti en miklu var tjaldað til síðasta sumar í von um góðan árangur, það hefur ekki gengið eftir.
Telegraph segir að Nuno Espirito Santo, Rafael Benitez og Sean Dyche alla á blaði hjá West Ham um að taka við.