Valentina Maceri hjá Bild í Þýskalandi heldur því fram að viðræður milli Liverpool og Jude Bellingham séu farnar af stað.
Segir Valentina Maceri að Liverpool ræði nú við faðir Bellingham sem sér um mál hans. Því hefur verið haldið fram að honum standi einnig til boða að vinna hjá Liverpool.
Bellingham er samningsbundinn Borussia Dortmund en þýska félagið ku ætla að hlusta á tilboð næsta sumar.
Bellingham er ekki bara á óskalista Liverpool því bæði Manchester City og Real Madrid hafa einnig mikinn áhuga.
Bellingham er frá Birmingham en hann hefur átt góða tíma hjá Dortmund, hann vill hins vegar taka næsta skref á ferli sínum.