Kaupsýslumaður í Sádí Arabíu keypti í gær dýrasta miða sögunnar þegar kemur að fótboltaleik. Um er að ræða æfingaleik þar sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mætast.
Úrvalslið frá Sádí Arabíu mætir þá PSG í æfingaleik en þetta verður fyrsti leikur Ronaldo frá því að hann kom til Al-Nassr.
Ahmed Al-Ghamdi borgaði 2,2 milljónir punda fyrir VIP miða á leikinn en miðinn fór á uppboð. Uppboðð byrjaði í rúmum 200 þúsund pundum.
Al-Ghamdi var hins vegar klár í að borga 387 milljónir króna fyrir miðann til að sjá Ronaldo og Messi mætast.
Ronaldo verðu fyrirliði Sáda í leiknum en hann og Messi hafa eldað grátt silfur saman síðustu ár.