Markmaðurinn efnilegi, Daði Fannar Reinhardsson, hefur framlengt samning sinn við Njarðvík til ársins 2025.
Í framhaldi af því heldur Daði á lán til Reynis Sandgerðis og leikur með Reynismönnum í 3.deildinni næsta sumar.
Daði er fæddur 2003 og var að ganga upp úr 2.flokki, en þrátt fyrir ungan aldur á hann 5 mótsleiki fyrir meistaraflokk Njarðvíkur á vegum KSÍ. En þeir komu allir árið 2021.