fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Conte orðinn vel þreyttur og vill sjá þetta breytast hjá Tottenham – ,,Væri svo miklu betra fyrir félagið“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 19:33

Conte.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, stjóri Tottenham, vill sjá stjórnina tjá sig um stöðu félagsins frekar en að hann þurfi að svara spurningum í hverri viku.

Gengi Tottenham hefur verið fyrir neðan væntingar á tímabilinu og virðist félagið vera á leið aftur á bak frekar en áfram.

Conte er vanur ýmsu eftir að hafa starfað á Ítalíu þar sem eigendur og yfirmenn knattspyrnumála eru reglulega í fjölmiðlum.

Það er ekki venjan á Englandi en þar þarf knattspyrnustjórinn yfirleitt að svara öllum spurningum varðandi ástand liðsins.

,,Á Englandi þá er ákveðin venja að það er bara stjórinn sem kemur fram og tjáir sig um stöðuna,“ sagði Conte.

,,Ég hef aldrei séð yfirmann knattspyrnumála eða félagið koma fram og útskýra stefnu félagsins eða hvað sé framundan.“

,,Sem dæmi, á Ítalíu þá er alltaf aðili frá félaginu sem tjáir sig við fjölmiðla fyrir hvern einasta leik.“

,,Það væri mun betra ef það væri staðan hjá okkur, það væri miklu betra fyrir félagið að tjá sig um stöðuna. Þetta er ákveðin venja og ég verð að virða hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga