fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

United ræðir við Rashford um nýjan samning en vinnur eftir Ronaldo reglunni í launum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 08:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford framherji Manchester United er í viðræðum við félagið um nýjan samning. Núverandi samningur Rashford rennur út sumarið 2024.

United nýtti sér klásúlu í samningi Rashford á dögunum til að framlengja hann um eitt ár.

Félagið er hins vegar byrjað í viðræðum og segir staðarblaðið í Manchester að Rashford standi til boða að þéna 300 þúsund pundá viku.

Í Manchester Evening News segir að félagið vinni nú eftir „Ronaldo reglunni“ sem er þannig að félagið mun ekki borga neinum leikmanni meira en 300 þúsund pund á viku.

Aðeins David De Gea þénar meira en það í dag eftir að Cristiano Ronaldo fór en De Gea er í viðræðum um nýjan samning og launalækkun í kjölfarið.

Rashford er 25 ára gamall en hann hefur skorað 16 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og hefur tekist að blómstra á nýjan leik undir stjórn Erik ten Hag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki