Miðjumaðurinn Ásgeir Marinó Baldvinsson kemur frá Þór Akureyri til Þróttar í Vogum, hann á að baki 44 leiki fyrir Þórsara í Lengjudeild og bikarkeppni KSÍ. Ásgeir mun styrkja lið Þróttar í 2. deildinni.
Þrátt fyrir að Ásgeir sé miðjumaður þá getur hann spilað fleiri stöður á vellinum.
Ásgeir er aðeins 21 árs og gildir samningurinn til tveggja ára.
„Þróttarafjölskyldan mun taka fagnandi á móti Ásgeiri og hans fólki,“ segir í yfirlýsingu