Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fer nú yfir greinargerð frá Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ er varðar yfir 100 veðmál, Sigurðar Gísla Snorrasonar á knattspyrnuleiki síðasta sumar. Heimildin fjallar um málið á vef sínum.
Þar segir að Sigurður Gísli sem lék 21 leik með Aftureldingu í Lengjudeildinni á síðasta ári hafi veðjað í yfir 100 skipti. Kemur þetta fram í gögnum sem veðmálafyrirtækið, Pinnacle sendi á KSÍ.
Heimildin fjallar mjög ítarlega um málið og segir að Sigurður. „Virðist hafa þverbrotið reglur sambandsins hvað þetta varðar.“
Fram kemur að Sigurður hafi í nokkur skipti veðjað á leiki Aftureldingar en aldrei á liðið sitt myndi tapa, voru veðmálin heild fimm en Sigurður lék fjóra af þeim leikjum.
„Gögnin sem Pinnacle sendi KSÍ sýna hundruð veðmála þessa einstaklings á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokka karla og kvenna, í bikarkeppnum meistaraflokka karla og kvenna, og í 2. flokki. Mikill fjöldi veðmála er á leiki hjá ákveðnum félögum (Afturelding, ÍH, Augnablik, Dalvík/Reynir) en heilt yfir er nokkuð mikil dreifing og ekki hægt að koma auga á sérstakt mynstur annað en það sem er hér að framan. Þó er rétt að nefna 12 veðmál á stakan leik (Ísbjörninn – Hvíti riddarinn í 4. deild karla, tapað veðmál) og 10 veðmál á annan stakan leik (Dalvík/Reynir – Vængir Júpíters í 3. deild karla, unnið veðmál),“ segir í greinargerðinni frá Klöru Bjartmarz og Heimdilin birtir.
Málið er nú á borði KSÍ sem rannskar málið en Sigurður vildi ekki tjá sig um málið við Heimildina en hann er nú skráður leikmaður KFK sem leikur í fjórðu deildinni.
Svona mál hefur aldrei komið upp á Íslandi en í Bretlandi hafa leikmenn oftar en ekki fengið langt bann fyrir svona athæfi.