fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

ÍBV staðfestir komu Guy Smith frá Val

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 14:07

Guy Smit. Mynd/ Heimasíða ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Guy Smit hefur verið lánaður til ÍBV frá Val út keppnistímabilið 2023.

Guy er 26 ára gamall Hollendingur sem lék með Val á síðustu leiktíð en Leikni Reykjavík tímabilin tvö þar áður.

Hann hefur þó leikheimild með ÍBV í leikjum gegn Val, þrátt fyrir að vera á láni þaðan.

„Hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í marki Reykjavíkurliðanna á síðustu árum. 2016 var hann fenginn til reynslu hjá Arsenal er liðið var í markvarðakrísu,“ segir á vef ÍBV.

Guðjón Orri Sigurjónsson markvörður ÍBV sem stóð vaktina á síðustu leiktíð fór í aðgerð á öxl á dögunum og verður frá næstu mánuðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku