Markvörðurinn Guy Smit hefur verið lánaður til ÍBV frá Val út keppnistímabilið 2023.
Guy er 26 ára gamall Hollendingur sem lék með Val á síðustu leiktíð en Leikni Reykjavík tímabilin tvö þar áður.
Hann hefur þó leikheimild með ÍBV í leikjum gegn Val, þrátt fyrir að vera á láni þaðan.
„Hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í marki Reykjavíkurliðanna á síðustu árum. 2016 var hann fenginn til reynslu hjá Arsenal er liðið var í markvarðakrísu,“ segir á vef ÍBV.
Guðjón Orri Sigurjónsson markvörður ÍBV sem stóð vaktina á síðustu leiktíð fór í aðgerð á öxl á dögunum og verður frá næstu mánuðina.