fbpx
Miðvikudagur 29.mars 2023
433Sport

Fram og Valur notuðu bæði ólöglega leikmenn – KSÍ sektar félögin um væna summu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Vals og Fram voru ólöglega skipuð þegar liðin mættust í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna 13. janúar síðastliðinn.

Glódís María Gunnarsdóttir og Birta Ósk Sigurjónsdóttir léku með Val, en eru skráðar í KH. Auður Erla Gunnarsdóttir lék með Fram, en er skráð í Hamar.

Úr ábendingum sem sendar voru til þátttakenda í Reykjavíkurmóti meistaraflokks:

Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út. Viðkomandi félög verða sektuð samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Samkvæmt reglum KSÍ um knattspurnumót segir í grein 10.1:

Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 100.000.

Neðangreindir leikmenn léku ólöglegir með Val og Fram:

Nöfn leikmanna:
Glódís María Gunnarsdóttir spilar með Valur. Skráð í: KH
Birta Ósk Sigurjónsdóttir spilar með Valur. Skráð í KH
Auður Erla Gunnarsdóttir spilar með Fram. Skráð í Hamar

Í samræmi við ofangreinda reglugerð er Valur sektað um kr. 90.000 kr og Fram sektað um 60.000 kr -. Úrslit leiksins standa 13 – 0 Val í vil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spyrja sig hvort þetta sé svar KSÍ: Þyrftu að láta Arnar Þór fara – „Þetta er það sturlaðasta sem ég hef séð“

Spyrja sig hvort þetta sé svar KSÍ: Þyrftu að láta Arnar Þór fara – „Þetta er það sturlaðasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ensku stórliðin og Real Madrid fá svekkjandi fréttir – 15 milljarðar munu engu breyta

Ensku stórliðin og Real Madrid fá svekkjandi fréttir – 15 milljarðar munu engu breyta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar

Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Van Dijk sé lélegur leiðtogi – „Hann er ekki hreinn og beinn í samskiptum“

Segir að Van Dijk sé lélegur leiðtogi – „Hann er ekki hreinn og beinn í samskiptum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meint árás hans til rannsóknar hjá lögreglu

Meint árás hans til rannsóknar hjá lögreglu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester United fær góðar fréttir – PSG ætlar ekki að vera með

Manchester United fær góðar fréttir – PSG ætlar ekki að vera með