Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samið við Axel Freyr Harðarson um að leika með liðinu næstu tvö árin.
Axel Freyr er 23 ára gamall kanntmaður og gengur til liðs við Fjölni frá Kórdrengjum þar sem hann lék við góðan orðstír.
Áður var hann á mála hjá Víkingi Reykjavík og Gróttu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Axel Freyr verið í stórum hlutverkum hjá sínum liðum en hann hefur leikið 134 KSÍ leiki og skorað í þeim 20 mörk.
„Axel Freyr er frábær viðbót við okkar unga og spennandi hóp. Knattspyrnudeild Fjölnis hlakkar til komandi tímabila saman í Voginum og væntir mikils af samstarfinu,“ segir í yfirlýsingu.