Aston Villa hafði betur í baráttunni við Liverooil um sóknarmanninn efnilega Jhon Duran.
Liverpool hafði fylgst með þessum leikmanni í dágóðan tíma en hann var samningsbundinn Chicago Fire.
Chicago Fire leikur í bandarísku MLS-deildinni en Duran lék alls 28 leiki fyrir félagið og skoraði átta mörk.
Um er að ræða 19 ára gamlan framherja sem spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins 15 ára gamall í Kólumbíu.
Duran lék með Envigado í heimalandi sínu og spilaði svo í Bandaríkjunum í eitt ár áður en Villa keypti hann fyrir 15 milljónir punda.