Mikel Arteta stjóri Arsenal tók á sprett í leikslok eftir sigur á Tottenham í gær, ástæðan var sú að Granit Xhaka var á leið í átök.
Xhaka er oft fljótur að koma sér í klandur og Arteta vildi koma í veg fyrir að miðjumaðurinn færi í átök.
Arteta saw Xhaka and sprinted 😂😂😂
— Aaron Catterson-Reid (@ReidTheGame) January 15, 2023
Arsenal er óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni og er búið að tryggja sér átta stiga forskot á toppnum. Það fór fram stórleikur í deildinni í gær en Arsenal heimsótti þá granna sína í Tottenham.
Tvö mörk voru skoruð í leiknum og voru það gestirnir í Arsenal sem gerðu þau bæði í fyrri hálfleik. Það fyrra var sjálfsmark markmannsins Hugo Lloris og skoraði svo Martin Ödegaard ekki löngu seinna.
Arsenal er með 47 stig á toppnum eftir 18 leiki en þar á eftir er Manchester City með 39 stig.