Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle, var miður sín í gær er liðið vann 1-0 sigur á Fulham í ensku deildinni.
Guimaraes er einn mikilvægasti leikmaður Newcastle en hann hágrét í fyrri hálfleiknum í gær.
Miðjumaðurinn þurfti tvisvar að fá aðstoð frá læknateymi Newcastle eftir að hafa meiðst á ökkla snemma leiks.
Eftir að hafa reynt að halda áfram keppni gafst leikmaðurinn að lokum upp og gekk af velli grátandi.
Það segir svo sannarlega til um að meiðslin séu líklega alvarleg sem eru ekki góðar fréttir fyrir Newcastle sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu.