fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Sverrir Páll genginn í raðir ÍBV

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. janúar 2023 15:11

Sverrir Páll. Mynd: ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Páll Hjaltested hefur skrifað undir samning við lið ÍBV og kemur til félagsins frá Val.

Þetta hafa Eyjamenn staðfest en Sverrir skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV.

Þessi öflugi sóknarmaður lék með Kórdrengjum síðasta sumar og skoraði þá alls tíu mörk í 17 leikjum.

Sverrir er fæddur árið 200 en hann er uppalinn í Víkingu en gekk í raðir Vals fyrir um fimm árum síðan.

Tilkynning ÍBV:

Sverrir Páll Hjaltested hefur samið við ÍBV til þriggja ára en hann kemur frá Val. Sverrir er orkumikill framherji sem mun smellpassa í þá hugmyndafræði sem er í gangi hjá ÍBV og er mikil ánægja hjá bæði ráði og í þjáfarateymi með komu hans.

Í fyrra lék Sverrir 14 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim 6 mörk. Hann var þá á láni hjá Kórdrengjum. Óhætt er að segja að hann sé bikarmaður, en í þeim 7 bikarleikjum sem hann hefur spilað hefur hann skorað 7 mörk.

Myndin af Sverri var tekin í Reykjaneshöllinni í gær þar sem hann kom í fyrsta sinn til móts við liðið.

Vertu velkominn Sverrir Páll og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga