Sverrir Páll Hjaltested hefur skrifað undir samning við lið ÍBV og kemur til félagsins frá Val.
Þetta hafa Eyjamenn staðfest en Sverrir skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV.
Þessi öflugi sóknarmaður lék með Kórdrengjum síðasta sumar og skoraði þá alls tíu mörk í 17 leikjum.
Sverrir er fæddur árið 200 en hann er uppalinn í Víkingu en gekk í raðir Vals fyrir um fimm árum síðan.
Tilkynning ÍBV:
Sverrir Páll Hjaltested hefur samið við ÍBV til þriggja ára en hann kemur frá Val. Sverrir er orkumikill framherji sem mun smellpassa í þá hugmyndafræði sem er í gangi hjá ÍBV og er mikil ánægja hjá bæði ráði og í þjáfarateymi með komu hans.
Í fyrra lék Sverrir 14 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim 6 mörk. Hann var þá á láni hjá Kórdrengjum. Óhætt er að segja að hann sé bikarmaður, en í þeim 7 bikarleikjum sem hann hefur spilað hefur hann skorað 7 mörk.
Myndin af Sverri var tekin í Reykjaneshöllinni í gær þar sem hann kom í fyrsta sinn til móts við liðið.
Vertu velkominn Sverrir Páll og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!