Real Madrid 1 – 3 Barcelona
0-1 Gavi
0-2 Robert Lewandowski
0-3 Pedri
1-3 Karim Benzema
Lið Real Madrid þurfti að sætta sig við tap í spænska Ofurbikarnum í kvöld en úrslitaleikurinn fór fram.
Andstæðingur Real voru erkifjendurnir í Barcelona sem höfðu betur með þremur mörkum gegn einu.
Robert Lewandowski átti frábæran leik fyrir Börsunga en hann skoraði bæði og lagði upp í fyrri hálfleik.
Pedri skoraði svo þriðja mark Barcelona áður en Karim Benzema minnkaði muninn fyrir Real í uppbótartíma.