Brasilíska goðsögnin Rivaldo hefur nefnt það félag sem Neymar ætti að semja við ef hann yfirgefur Paris Saint-Germain í sumar.
Líkur eru á að PSG reyni að selja þennan 30 ára gamla leikmann í sumar en hann varð sá dýrasti í sögunni er hann kom til félagsins árið 2017.
Neymar verður 31 árs gamall í febrúar og er Rivaldo á því máli að Manchester City á Englandi myndi henta honum best.
,,Ég sé þetta ekki gerast í þessum glugga en í sumar á PSG möguleika á að fá eitthvað til baka og það opnar dyrnar fyrir Neymar,“ sagði Rivaldo.
,,Ég trúi að Manchester City væri fullkomið félag fyrir hann því hann hefur meiri líkur á að ná árangri þar.“
,,Hann myndi spila í mjög sóknarsinnuðu liði sem spilar frábæran fótbolta undir Pep Guardiola.“