Wayne Rooney þjálfari DC United í Bandaríkjunum hóf undirbúningstímabil liðsins í gær með látum.
Guðlaugur Victor Pálsson er leikmaður liðsins en Rooney las yfir leikmönnum liðsins.
Rooney tók við DC á miðju síðasta tímabili en gengi liðsins var slakt og Rooney ætlar ekki að sætta sig við slíkt aftur.
„Það er ekki séns í helvíti að ég endi í botnsætinu aftur,“ sagði Rooney meðal annars í ræðu sinni.
Sjón er sögu ríkari en ræða Rooney er hér að neðan.