Ronaldo frá Brasilíu er að fara að gifta sig í þriðja sinn á lífsleiðinni en hann fór á skeljarnar á dögunum.
Ronaldo og fyrirsætan Celina Locks hafa verið saman undanfarið en hún er fjórtán árum yngri en hann.
„Ég elska þig,“ skrifar Celina og segir frá bónorðinu.
Ronaldo er 46 ára gamall en hann var á sínum tíma einn fremsti knattspyrnumaður í heimi. Celina er hins vegar 32 ára gömul.
Ronaldo fór í gegnum sinn fyrsta skilnað árið 2003 og aftur rúmum tveimur árum síðar en vonast til þess að hjónabandið núna standi af sér öll vandræði sem gætu komið upp.