Memphis Depay hefur verið boðinn til Newcastle samkvæmt Sky Sports.
Hollenski sóknarmaðurinn hefur verið á mála hjá Barcelona í eitt og hálft ár en hefur ekki fengið mikinn spiltíma á þessari leiktíð.
Þessi 28 ára gamli leikmaður er því opinn fyrir því að fara annað, til dæmis til Newcastle.
Samningur Depay rennur út í sumar og því ljóst að Newcastle þyrfti ekki að borga of mikið fyrir hann.
Depay er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann var áður hjá Manchester United. Hann fann sig hins vegar ekki á Old Trafford.
Þaðan fór hann til Lyon og svo til Barcelona sumarið 2021.
Nú gæti Depay verið að snúa aftur til Englands.