Wout Weghorst er að ganga í raðir Manchester United. Hann kemur á láni frá Burnley.
Hollenski framherjinn hefur verið á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas það sem af er þessari leiktíð en færir sig nú á Old Trafford.
United borgar Besiktas þrjár milljónir evra í skaðabætur, en Weghorst átti að vera í Tyrklandi út tímabilið.
Sjálfur vill Weghorst ólmur komast til United. Hann fær ósk sína nú uppfyllta.
Weghorst er hollenskur landsliðsmaður og var með liðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þar fór Holland í 8-liða úrslit.
Wout Weghorst to Manchester United, here we go! All conditions revealed on Tuesday are confirmed: Man Utd pay €3m to Besiktas then sign Weghorst on loan from Burnley 🚨🔴 #MUFC
🛫 Understand Weghorst will fly to Manchester today to undergo medical tests and then sign contracts. pic.twitter.com/99TPoRuo67
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 12, 2023