OnlyFans-stjarnan Astrid Wett er algjörlega hugfangin af Chelsea. Hún hefur nú opinberað draum sinn um að keppa á heimavelli liðsins, Stamford Bridge.
Wett er að koma sér af stað í hnefaleikaíþróttinni og keppti hún í sínum fyrsta bardaga í október. Hún vill halda áfram í sportinu.
Hin 21 árs gamla Wett hefur ekki keppt síðan en er að skoða næstu skref.
Hún er svakalegur stuðningsmaður Chelsea og langar hana mest af öllu að keppa á Brúnni.
„Ef hnefaleikarnir geta komið mér þangað mun ég vinna hart að mér til að láta það gerast,“ segir Wett um að berjast á Stamford Bridge.
„Þetta er metnaðarfullt markmið þar sem ég hef aðeins keppt í einum bardaga en þetta væri samt risastór draumur að rætast.“