Nottingham Forest virðist hvergi nærri hætt að bæta við sig leikmönnum eftir svakalegan sumarglugga í fyrra.
22 leikmenn gengu til liðs við nýliðana í ensku úrvalsdeildinni í sumar.
Sem stendur er Forest í fimmtánda sæti með 17 stig.
Nú er útlit fyrir að nýr leikmaður gæti verið á leið til félagsins. Talið er að það muni reyna að fá Mario Hermoso frá Atletico Madrid.
Daily Mail segir frá því að Forest ætli sér að styrkja vörn sína í félagaskiptaglugganum nú í janúar og að þar sé Hermoso á blaði.
Kappinn hefur lítið fengið að spila undir stjórn Diego Simeone hjá Atletico á þessari leiktíð.
Samningur Hermoso við spænska félagið rennur út eftir næstu leiktíð.