UEFA umbunar þeim félögum sem áttu leikmann á EM 2022 með fjárhagslegum stuðningi. Er þetta í fyrsta skipti sem UEFA greiðir til félaga vegna EM kvenna.
Í heildina fær 221 félag frá 17 löndum greiðslu en einungis félög innan Evrópu fá umtalaða greiðslu.
Upphæðin sem félögin fá fer eftir því hversu lengi leikmaðurinn var fjarverandi frá sínu félagsliði. Fyrir hvern leikmann á EM sem var hluti af sínu landsliði tíu dögum fyrir mót og þar til liðið datt út fær félag að minnsta kosti 10.000 Evrur sem samsvarar um einni og hálfri milljón króna á gengi dagsins í dag.
Fimm íslensk félög fá greiðslur vegna leikmanna sinna, samtals 70.500 Evrur.