Chelsea staðfesti í gær komu Joao Felix til félagsins.
Felix er á mála hjá Atletico Madrid en fer á láni til Lundúnaliðsins út yfirstandandi leiktíð.
Hann framlengdi við Atletico til 2027 áður en hann fór til Chelsea.
Chelsea borgar 11 milljónir evra í lánsfé fyrir Felix og greiðir öll hans laun þar til í vor.
Felix hefur verið hjá Atletico síðan 2019 og er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Fyrirsætan Margarida Corceiro er kærasta Felix og flytur að öllum líkindum með honum til Lundúna um stutt skeið.
Það vakti athygli að um svipað leyti og fréttir bárust af félagaskiptum Felix birti hún bikinímynd af sér.
Felix og Margarida hafa verið saman síðan 2019.