fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Opinbera hver hafði samband – Rætt við sinn gamla stjóra

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 15:30

Matteo Guendouzi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa er að undirbúa 30 milljóna evra tilboð í Matteo Guendouzi frá Marseille. Þetta herma heimildir RMC Sport í Frakklandi.

L’Equipe sagði frá því fyrr í dag að félag í ensku úrvalsdeildinni hefði sett sig í samband við Geundouzi. Þar kom hins vegar fram að Marseille vissi ekki um hvaða félag væri að ræða.

Það var þó talið líklegt að það væri Villa og nú er útlit fyrir að það sé rétt.

Unai Emery hefur þegar sett sig í samband við miðjumanninn. Þeir eru miklir mátar eftir að hafa unnið saman þegar Spánverjinn var stjóri Arsenal.

Það er talið að Emery og Guendouzi séu ákveðnir í að vinna saman á nýjan leik.

Villa er til í að bjóða allt að 40 milljónir evra í kappann en munu byrja á 30 milljóna evra tilboði.

Guendouzi er 23 ára gamall. Hann er samningsbundinn Marseille til 2025.

Leikmaðurinn átti fína spretti inn á milli hjá Arsenal en var hegðun hans oft gagnrýnd. Mikel Arteta, sem tók við af Emery hjá Arsenal, hafði ekki áhuga á að vinna með leikmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Í gær

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“