Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, hefur sent skýr skilaboð til varnarmannsins Harry Maguire.
Ferdinand segir Maguire að koma sér burt frá Man Utd og það strax en hann á enga framtíð fyrir sér undir Erik ten Hag.
Ten Hag ákvað frekar að nota Luke Shaw í miðverði frekar en Maguire sem var góður með enska landsliðinu á HM.
,,Luke Shaw er að spila bakvörð frekar en hann. Það er eins og ég myndi spila vel á HM og Patrice Evra myndi spila í miðverði fyrir Manchester United,“ sagði Ferdinand.
,,Ég myndi vilja kyrkja Patrice, ég hefði straujað hann á æfingu til að sjá til þess að hann væri ekki til taks. Ég myndi ganga að stjóranum og spyrja hvort hann væri að grínast. Ég hefði farið beint inn á skrifstofuna og sagt að hann væri að vanvirða mig.“
,,Harry Maguire þarf að fara. Ég held að hann sé bara þarna vegna hversu margir leikirnir eru og þeir fá ekki inn neinn nýjan. Hann fær að spila í bikarnum.“