fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Liverpool gat fengið Bale en neitaði að borga – Ákvörðun sem félagið sér verulega eftir

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale hefði getað orðið leikmaður Liverpool á sínum tíma er hann spilaði með Southampton.

The Athletic greinir frá þessu en njósnarar Liverpool mættu á unglingaliðsleik Southampton gegn Bolton árið 2005 til að fylgjast með David McGoldrick á þeim tíma.

Njósnararnir voru ekki lengi að taka eftir Bale sem lék þá í vinstri bakverði og reyndi félagið að fá hann í kjölfarið.

Liverpool neitaði hins vegar að borga pening fyrir Bale og bauð Southampton að fá miðjumanninn Darren Potter í skiptum.

Southampton hló að því tilboði Liverpool og heimtaði að fá pening aukalega sem stórliðið neitaði að samþykkja.

Bale samdi í kjölfarið við Tottenham og varð goðsögn hjá félaginu áður en hann hélt til Real Madrid fyrir risaupphæð.

Tottenham borgaði 10 milljónir punda fyrir Bale sem er nú búinn að leggja skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu
433Sport
Í gær

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar
433Sport
Í gær

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert