Heimir Hallgrímsson og hans fjölskylda er nú flutt til Jamaíka en þetta staðfestir sonur hans á Instagram í dag.
Heimir var ráðinn nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í september í fyrra en hann hafði tekið sinn tíma í að finna nýtt starf.
Fyrir það var Heimir aðalþjálfari Al Arabi í Katar í þrjú ár og náði ágætis árangri þar í landi.
Heimir er þó þekktastur fyrir árangur sinn sem landsliðsþjálfari Íslands þar sem hann starfaði frá 2013 til 2018.
Vonandi fer vel um Heimi og hans fólk í Jamaíka en það gæti tekið einhvern tíma fyrir fjölskylduna að læra á menninguna þar í landi.
Coach Grimmy on his way from the 354🇮🇸 to the 876🇯🇲 pic.twitter.com/3PhjD8cCxs
— Stream (@Stream876) January 10, 2023